Eiga von á því að smitum fjölgi næstu daga Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 18:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08
Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37
Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30