Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 15:17 Herman Cain árið 2014. AP/Molly Riley Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira