Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2020 19:00 Guðni hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu sem formaður KSÍ á tímum kórónuveirunnar. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59