Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2020 19:00 Guðni hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu sem formaður KSÍ á tímum kórónuveirunnar. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59