Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 12:10 Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi. mynd/seth@golf.is „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
„Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti