Besti tíminn en „helvíti skítt“ Sylvía Hall og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 18:07 World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun. World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12
Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent