Þrír starfsmenn Fossvogsskóla í úrvinnslusóttkví eftir smit Þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafa verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit. Innlent 4. september 2020 11:42
Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. Innlent 4. september 2020 11:19
Sex greindust með smit innanlands Þrír greindust á landamærunum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tveimur tilvikum, en sá þriðji var með mótefni. Innlent 4. september 2020 11:04
Andlátin færri fyrstu mánuði ársins samanborið við síðustu ár Fyrstu 33 vikur ársins 2020 dóu að meðaltali 43 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 33 vikur áranna 2017, 2018 og 2019 þegar 43,6 dóu að meðaltali. Innlent 4. september 2020 10:46
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. Viðskipti innlent 4. september 2020 10:35
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 síðan í maí Heilbrigðisyfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa staðfest að maður hafi látist af völdum Covid-19. Erlent 4. september 2020 10:09
Sex leikmenn PSG með kórónuveiruna Sex leikmenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Fótbolti 4. september 2020 09:31
Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. Viðskipti innlent 4. september 2020 09:00
Námsmenn nýta netið til að versla en velja prentað form Rafrænar bækur er aðeins lítill hluti seldra bóka í Bóksölu stúdenta og segir Óttarr Proppé verslunarstjóri að enn sem komið er sé engin bylting í eftirspurn eftir rafbókum. Atvinnulíf 4. september 2020 09:00
Berlusconi lagður inn á sjúkrahús Silvio Berlusconi, Evrópuþingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi. Gekkst hann undir rannsóknir, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hafi greinst með kórónuveiruna. Erlent 4. september 2020 08:34
Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. Innlent 4. september 2020 07:46
Eitt stærsta vændishús álfunnar á hausinn Vændishúsið Pascha í þýsku borginni Köln er farið á hausinn af völdum kórónuveirufaraldursins. Erlent 4. september 2020 07:05
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Erlent 3. september 2020 23:00
Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. september 2020 22:00
Covid-smit hægir á Leðurblökumanninum Robert Pattinson, aðalleikarinn í væntanlegri kvikmynd um Leðurblökumanninn, er sagður smitaður af Covid-19. Framleiðsla á myndinni hefur verið stöðvuð tímabundið af þeim sökum en tökur voru nýhafnar. Bíó og sjónvarp 3. september 2020 20:48
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. Erlent 3. september 2020 18:51
Ótvíræður árangur af landamæraskimun Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Innlent 3. september 2020 18:16
Botnlanginn fjarlægður úr Víði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi. Innlent 3. september 2020 18:01
Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Sóttvarnalæknir segir það einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Innlent 3. september 2020 15:50
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það Innlent 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Innlent 3. september 2020 14:13
Svona var 109. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. september 2020 13:15
Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Viðreisn boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem lagðar voru fram tillögur að efnahagsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Segja ríkisstjórnina svifaseina. Innlent 3. september 2020 11:54
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. Innlent 3. september 2020 11:07
Sárafátækt eykst meira meðal kvenna en karla vegna heimsfaraldurs Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans Heimsmarkmiðin 3. september 2020 10:56
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 3. september 2020 09:48
Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Erlent 3. september 2020 06:28
Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum. Innlent 2. september 2020 23:34
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Erlent 2. september 2020 22:30
Berlusconi með kórónuveiruna Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru. Erlent 2. september 2020 17:31