Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 19:22 Nadía keppti í Miss Universe Iceland árið 2019, en myndin af henni er einmitt tekin af því tilefni. Myndin til hægri er af Mason Greenwood í leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli um helgina. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira