Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 20:15 Hjónin Sigurjón Hólm og Arna María hafa glímt við afleiðingar Covid19 í sex mánuði. Þau freista þess að taka þátt í hópmálsókn á hendur austurríska ríkinu. Baldur Hrafnkell Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. Austurrískur lögmaður, sem fer fyrir málinu, vonast til að ná sáttum við ríkið áður en það fer fyrir dóm. Íslensk hjón sem sækjast eftir þátttöku segja veikindin hafa haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Ríflega sex þúsund manns eru nú þegar hluti af hópmálsókninni, en hópurinn sakar austurrísk stjórnvöld um aðgerðarleysi á skíðasvæðinu Ischgl við upphaf kórónuveirufaraldursins. Reynt verður á skaðabótaskyldu ríkisins fyrir dómi síðar í þessum mánuði. Peter Kolba, lögmaður hópsins, segir að stjórnvöld gætu þurft að greiða mörg hundruð milljónir evra í skaðabætur. Bæturnar séu misjafnar milli fólks en þær hæstu hljóði upp á hundrað þúsund evrur. „Það er skoðun okkar að stjórnvöld á staðnum hafi gert mistök. Þeim láðist að vara ferðamenn við í tíma, lokuðu tilteknum börum ekki nógu snemma og dráttur varð á lokun alls svæðisins,“ segir Kolba í samtali við fréttastofu. Hjónin Sigurjón Hólm Magnússon og Arna María Smáradóttir voru á meðal þeirra sem greindust með Covid19 eftir ferðalag til Ischgl í lok febrúar. Sigurjón fékk almenn flenskueinkenni á meðan Arna varð mjög veik, og nú sex mánuðum seinna glímir hún enn við afleiðingar sjúkdómsins. Þau eru ósátt við hvernig tekið var á málunum ytra og ætla að krefjast skaðabóta. „Mín einkenni voru slappleiki og svona flensulík einkenni, höfuðverkur og svona slappur en er góður í dag,“ segir Sigurjón. „Ég get átt ágæta daga en svo eru aðrir dagar bara slæmir. Og það virðast vera miklir eftirmálar hjá mér allavega, þetta virðist hafa ýft upp svona gamalt sem ég hélt ég væri komin yfir. Hafi svona kveikt á aftur til dæmis vefjagigt og því sem henni fylgir og fleiri andlegum sjúkdómum líka,“ segir hún og bætir við að veikindin hafi tekið mikið á andlega. „Til dæmis vill kannski enginn hafa fólk í vinnu þegar maður veit ekki alveg hvernig maður verður, ég vakna bara upp á hverjum degi og veit ekkert hvernig dagurinn verður, hvort mér sé flökurt allan daginn eða hvort ég sé með höfuðverk eða hvort ég sé þreytt. Það fylgir þessu óöryggi,“ segir hún. Þess vegna væri eðlilegt að brugðist verði við. „Við viljum að eitthvað verði gert vegna þess að ég er enn þá veik hálfu ári seinna. Og þá er bara spurning, rétt skal vera rétt – af hverju var ekki sagt frá þessu, af hverju var ekki varað við, af hverju var þetta ekki stoppað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20