Indland komið í annað sæti yfir flest smit í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 13:30 Örfáar hræður nýttu sér að neðanjarðarlestir væru aftur byrjaðar að ganga eftir um hálfs árs hlé í Nýju-Delí í dag. Vanalega annar neðanjarðarlestakerfið þar um 2,7 milljónum farþega á dag. AP/Manish Swarup Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01