Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 15:56 Breska pressan sýnir málinu mikinn áhuga og voru fréttamenn fyrir utan Hótel Sögu eftir hádegið. Vísir/BirgirO Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira