„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Innlent 28. september 2020 08:00
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. Atvinnulíf 28. september 2020 07:09
Skráð dauðsföll nálgast hraðbyri eina milljón Samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum stendur tala látinna nú í tæplega 998 þúsund manns. Erlent 28. september 2020 07:06
Persónuvernd skoðar samskipti landlæknis og sóttvarnalæknis við ÍE Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Innlent 27. september 2020 22:11
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Innlent 27. september 2020 21:10
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. Erlent 27. september 2020 20:52
Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Innlent 27. september 2020 19:00
Viðbúnaður aukinn og aðgerðum frestað með skömmum fyrirvara Vaxandi álag er á Landspítalanum þessa dagana. Fólk má búast við að aðgerðum verði frestað með skömmum fyrirvara. Innlent 27. september 2020 16:15
„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. Innlent 27. september 2020 13:17
Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Grunur kviknaði strax um að fólkið myndi ekki virða sóttkví við komuna til landsins. Innlent 27. september 2020 13:08
Kvennalið KR og Keflavíkur í sóttkví Dominos-deildarliðin Keflavík og KR í kvennaflokki eru komin í sóttkví ef marka má heimildir miðilsins Karfan.is. Körfubolti 27. september 2020 13:04
Sum fyrirtæki verði að víkja Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika ræddi áhrif kórónuveirufaraldursins í Sprengisandi í morgun. Viðskipti innlent 27. september 2020 12:37
Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Innlent 27. september 2020 11:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. Innlent 27. september 2020 10:18
Vonar að lyfjafyrirtækin hætti að einblína á gróða Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ástæðu til að búast við því að bóluefni gegn kórónuveirunni verði komið á markað í byrjun næsta árs. Viðskipti innlent 27. september 2020 10:00
Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. Innlent 27. september 2020 07:37
Átta nemendur Tjarnarskóla smitaðir Átta nemendur við Tjarnarskóla hafa greinst með kórónuveirusmit. Innlent 26. september 2020 20:15
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. Innlent 26. september 2020 19:30
Átök milli lögreglu og samkomubannsmótmælenda Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Erlent 26. september 2020 18:38
Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Innlent 26. september 2020 17:36
184 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 35 í einangrun Alls eru nú 184 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og 35 í einangrun, að því er fram kemur á vef spítalans. Starfsmönnum í sóttkví hefur fjölgað lítillega síðan í gær en fjöldi í einangrun helst sá sami. Innlent 26. september 2020 14:44
Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn í dag. Kórónuveirufaraldurinn verður fyrirferðamikill í umræðum dagsins. Innlent 26. september 2020 13:10
„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Innlent 26. september 2020 12:20
38 greindust með veiruna Af þeim 38 sem greindust voru 20 í sóttkví við greiningu. Innlent 26. september 2020 11:05
Kalla inn grímur sem veita litla sem enga vernd Neytendastofa vekur á athygli á innköllun á andlitsgrímum sem meðal annars hafa verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er talið að grímurnar hafi mikið sóttvarnalegt notagildi. Innlent 26. september 2020 10:42
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. Atvinnulíf 26. september 2020 10:00
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Erlent 25. september 2020 22:35
Pétur Jóhann með Covid Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Innlent 25. september 2020 19:13
Vilja halda samfélaginu eins og hægt er í fullri virkni Þetta segir ráðherra spurð hvort hún telji þörf á hertum aðgerðum vegna fjölda smita en 341 hafa greinst með veiruna síðustu 9 daga. Innlent 25. september 2020 17:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent