Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 15:06 Sigríður Á. Andersen og Anders Tegnell í beinni útsendingu á Facebook-síðu Sigríðar í dag. Skjáskot Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi í dag við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í landinu vegna kórónuveirufaraldursins í beinni útsendingu á Facebook. Tegnell sagði m.a. að afstaða sín til „sænsku leiðarinnar“ svokölluðu hafi ekki breyst. Þá ræddi hann lokun landamæra og nýjar reglur um sóttkví sem taka eiga gildi í Svíþjóð á næstunni. Sigríður hefur lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Hún hefur viljað leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar er í forsvari fyrir veiruaðgerðir stjórnvalda þar í landi. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Þá eru landamæri landsins opin og sóttkví hefur ekki verið beitt í miklum mæli. Dauðsföll af völdum Covid-19 eru mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndunum; nær sex þúsund hafa látist úr veirunni í Svíþjóð en á sjöunda hundrað í Danmörku, sem er þar næst á eftir. Sigríður spurði Tegnell hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Tegnell sagði að í grunninn væri ekki hægt að segja það, enda væri misvísandi að tala um „sænsku leiðina“ sem skýrt afmarkaða og óbilandi stefnu. „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar,“ sagði Tegnell. Skimun og sóttkví Tegnell sagði jafnframt að samfélagssmit væri enn útbreitt í Svíþjóð og því skipti smit á landamærunum litlu máli í stóra samhenginu. Ferðamenn innan Schengen-svæðisins sem koma til Svíþjóðar þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. „Við teljum mikilvægara að eiga í skýrum samskiptum við fólk sem kemur hingað, að þetta séu reglurnar sem það þarf að fara eftir í Svíþjóð. Við greinum fólk snemma þegar það kemur hingað með sjúkdóminn. Um það bil fimm til tíu prósent tilfella í Svíþjóð eru rakin til fólks sem kemur frá útlöndum. En svo lengi sem við grípum það getum við brotið smitkeðjurnar. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé áhrifaríkara viðbragð en að loka landamærum, sem sagan sýnir okkur að hefur aldrei virkað lengi,“ sagði Tegnell. Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð hafa ekki skimað einkennalausa fyrir veirunni líkt og á Íslandi og þá hefur sóttkví heldur ekki verið beitt í miklum mæli. Nú er þó verið að ræða hvort skikka eigi þá í sóttkví sem búa með Covid-smituðum. „Þannig ef þú býrð með einhverjum sem er með Covid-19, samkvæmt nýju reglunum sem tækju gildi innan fárra daga, þá værirðu beðinn um að vera heima í sjö daga og þú fengir greidd laun í þessa sjö daga. Við vonum að þetta hægi á útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð,“ sagði Tegnell. Viðtal Sigríðar Á. Andersen við Anders Tegnell má sjá hér fyrir neðan. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi í dag við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í landinu vegna kórónuveirufaraldursins í beinni útsendingu á Facebook. Tegnell sagði m.a. að afstaða sín til „sænsku leiðarinnar“ svokölluðu hafi ekki breyst. Þá ræddi hann lokun landamæra og nýjar reglur um sóttkví sem taka eiga gildi í Svíþjóð á næstunni. Sigríður hefur lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Hún hefur viljað leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar er í forsvari fyrir veiruaðgerðir stjórnvalda þar í landi. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Þá eru landamæri landsins opin og sóttkví hefur ekki verið beitt í miklum mæli. Dauðsföll af völdum Covid-19 eru mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndunum; nær sex þúsund hafa látist úr veirunni í Svíþjóð en á sjöunda hundrað í Danmörku, sem er þar næst á eftir. Sigríður spurði Tegnell hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Tegnell sagði að í grunninn væri ekki hægt að segja það, enda væri misvísandi að tala um „sænsku leiðina“ sem skýrt afmarkaða og óbilandi stefnu. „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar,“ sagði Tegnell. Skimun og sóttkví Tegnell sagði jafnframt að samfélagssmit væri enn útbreitt í Svíþjóð og því skipti smit á landamærunum litlu máli í stóra samhenginu. Ferðamenn innan Schengen-svæðisins sem koma til Svíþjóðar þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. „Við teljum mikilvægara að eiga í skýrum samskiptum við fólk sem kemur hingað, að þetta séu reglurnar sem það þarf að fara eftir í Svíþjóð. Við greinum fólk snemma þegar það kemur hingað með sjúkdóminn. Um það bil fimm til tíu prósent tilfella í Svíþjóð eru rakin til fólks sem kemur frá útlöndum. En svo lengi sem við grípum það getum við brotið smitkeðjurnar. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé áhrifaríkara viðbragð en að loka landamærum, sem sagan sýnir okkur að hefur aldrei virkað lengi,“ sagði Tegnell. Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð hafa ekki skimað einkennalausa fyrir veirunni líkt og á Íslandi og þá hefur sóttkví heldur ekki verið beitt í miklum mæli. Nú er þó verið að ræða hvort skikka eigi þá í sóttkví sem búa með Covid-smituðum. „Þannig ef þú býrð með einhverjum sem er með Covid-19, samkvæmt nýju reglunum sem tækju gildi innan fárra daga, þá værirðu beðinn um að vera heima í sjö daga og þú fengir greidd laun í þessa sjö daga. Við vonum að þetta hægi á útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð,“ sagði Tegnell. Viðtal Sigríðar Á. Andersen við Anders Tegnell má sjá hér fyrir neðan.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12
Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent