Allir í fjarkennslu vegna smits í MR Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 10:47 Nemendur við Menntaskólann í Reykjavík þurfa að vera í fjarnámi út þessa viku vegna smits sem fékkst staðfest hjá einum kennaranum á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira