Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. september 2020 18:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira