Innlent

Flest smita á landamærunum á meðal Íslendinga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skimað hefur verið fyrir kórónuveirunni á landamærunum síðan í sumar en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli í mars, skömmu áður en flugferðir á milli landa lögðust nær alveg af.
Skimað hefur verið fyrir kórónuveirunni á landamærunum síðan í sumar en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli í mars, skömmu áður en flugferðir á milli landa lögðust nær alveg af. Vísir/Vilhelm

Af þeim sem greinst hafa með kórónuveirusmit á landamærunum eru Íslendingar fjölmennasti hópurinn, eða alls 32.

Tölurnar ná til 18. september en upplýsingar koma fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis.

Gunnar Bragi spurði ráðherra út í fjölda og ríkisfang kórónuveirusmitaðra og ástæðu komu þeirra til landsins.

Í svarinu kemur fram að ríkisfang hafi verið skráð hjá 110 af þeim 119 einstaklingum sem höfðu greinst með veiruna á landamærunum til 18. september.

Þar af eru 32 Íslendingar, næstfjölmennasti hópurinn eru Pólverjar sem eru 23 og Rúmenar eru þriðji fjölmennasti hópurinn, alls þrettán manns.

Þá hafa fimm Frakkar greinst með veiruna á landamærunum, þrír Bretar og fjórir Tékkar, svo dæmi séu tekin.

Gunnar Bragi spurði einnig út í það hvernig þeir skiptast sem greinst hafa með smit á landamærunum eftir ástæðu komu þeirra til landsins. Í svari ráðherra segir að þessum upplýsingum sé ekki safnað. Spurningunni er því ekki svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×