Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 20:24 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58
Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent