Finna fyrir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Innlent 8. október 2020 14:11
Fyrsta smitið síðan í júlí Maður sem kom nýverið til Grænlands frá Danmörku hefur greinst með kórónuveiruna. Er um fyrsta smitið að ræða á Grænlandi síðan í júlí. Erlent 8. október 2020 13:41
Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Innlent 8. október 2020 13:01
Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Innlent 8. október 2020 12:47
Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Um 600 manns fara í sýnatöku í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag en um er að ræða 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn. Allt hefur gengið vel það sem af er degi en sýnatakan hófst klukkan 08:30 í morgun og henni á að vera lokið klukkan 16:00 í dag. Innlent 8. október 2020 12:24
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sport 8. október 2020 12:05
Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk sem smitaðist af kórónuveirunni engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Landspítala ogHáskóla Íslands benda til þessa. Innlent 8. október 2020 12:00
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Innlent 8. október 2020 11:42
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. Innlent 8. október 2020 11:35
Starfsmaður lögreglunnar með Covid og tuttugu sendir í sóttkví Starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindist með Covid-19 í gær. Um tuttugu starfsmenn embættisins hafa verið sendir í úrvinnslusóttkví vegna smitsins að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Innlent 8. október 2020 11:29
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. Innlent 8. október 2020 11:26
Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Innlent 8. október 2020 10:50
Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. Innlent 8. október 2020 10:37
Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. Innlent 8. október 2020 10:24
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. Innlent 8. október 2020 09:56
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. Innlent 8. október 2020 09:48
Þrjátíu starfsmenn Landsréttar á leið í skimun eftir smit starfsmanns Málflutningi fyrir Landsrétti sem fyrirhugaður var dagana frá deginum í dag og til og með miðvikudagsins í næstu viku hefur verið frestað vegna smits. Innlent 8. október 2020 09:43
Jólasveinninn er dáinn „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Skoðun 8. október 2020 08:01
Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Innlent 8. október 2020 07:28
Fimm milljónir smitast í Brasilíu Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu segja að um 150 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar í landinu. Erlent 8. október 2020 07:14
Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu Það hefur margt breyst þau 16 ár sem Kokka hefur verið með netverslun en salan í vefversluninni tífaldaðist í apríl á þessu ári. Það hefur þó komið Guðrúnu Jóhannesdóttur eiganda Kokku mest á óvart hvað salan í versluninni hefur líka aukist mikið í kjölfar kórónufaraldurs. Atvinnulíf 8. október 2020 07:00
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Erlent 8. október 2020 06:48
Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. Lífið 7. október 2020 23:14
Fólk frá höfuðborginni haldi sig til hlés í tvær vikur eftir komuna á Austurland Fólk sem kemur á Austurland frá höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir er beðið um að halda sig til hlés í fjórtán daga eftir komuna austur. Innlent 7. október 2020 22:03
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. Innlent 7. október 2020 21:45
Fimm smitaðir í Klettaskóla og 70 börn í sóttkví Tveir nemendur Klettaskóla, sérskóla fyrir börn með þroskahömlun, og þrír starfsmenn sem sinna nemendum þar hafa greinst með kórónuveiruna. Innlent 7. október 2020 20:06
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. Innlent 7. október 2020 19:17
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Sport 7. október 2020 19:09
Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Innlent 7. október 2020 18:30
Starfsmaður Hrafnistu með kórónuveiruna Starfsmaður dvalarheimilisins Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi greindist í dag með kórónuveiruna. Innlent 7. október 2020 18:11