Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks nú að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist

Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi.

Erlent
Fréttamynd

42 greindust innan­lands

42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í nítján tilvikum. Þrjú virk smit greindust í seinni landamæraskimun.

Innlent
Fréttamynd

Golfið fær grænt ljós

GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október.

Golf
Fréttamynd

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Mannlausar götur í París

Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 

Erlent
Fréttamynd

Alltaf verið hrædd við að staðna

Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 

Lífið
Fréttamynd

Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið

Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fá smitstuðulinn undir einn“

Sóttvarnalæknir segir að að þó smitstuðull hafi lækkað þurfi hann að lækka frekar svo hægt verði að slaka á sóttvarnaraðerðum.  Prófessor  í líftölfræði ítrekar mikilvægi þess að fólk fari að ítrustu sóttvarnarreglum svo þessi stuðull lækki á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum útrýmt veirustofni“

Það er ekkert því til fyrirstöðu að útrýma þeim stofni kórónuveirunnar sem nú er við að etja á Íslandi að mati yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

„Búið að hafna mér milljón sinnum“

Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili.

Innlent