Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 13:32 Reimar Pétursson lögmaður segir að gengið hafi verið á stjórnarskrárvarin réttindi fólks í marga mánuði. Umræða um aðgerðirnar hefði átt að fara fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira