Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 18:13 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23