Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 18:13 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Sjá meira
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23