Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Nóvember 2020

Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19

Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch

Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina.

Erlent
Fréttamynd

Einn til viðbótar smitaður í Hvassaleiti

Einn íbúi greindist með Covid-19 í skimun hjá 50 íbúum Hvassaleitis 56-58 í fyrradag. Ráðist var í skimunina eftir að átta einstaklingar, sex íbúar og tveir starfsmenn, smituðust í hópsýkingu í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Löfven kominn í sóttkví

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn „enn í skotgröfunum“

Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta.

Innlent