Biden setur baráttuna við kórónuveiruna efst á forgangslistann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 07:24 Joe Biden heitir því að sameina bandarísku þjóðina sem forseti og ætlar að leggja mikla áherslu á að berjast gegn Covid-19. Getty/Peter Summers Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira