Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 16:11 Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segja stuðning stjórnvalda til þeirra skorta. Vísir/Vilhelm Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36