Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 11:39 Metfjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð. Vísir/Getty Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52
Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18