Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

92% Íslendinga ætla í bólusetningu

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

54 milljónir í upp­sagnar­styrki, endur­ráða alla og fjár­festa í um 600 bílum

Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í losti eftir að aðgerðirnar voru kynntar í dag

Íslensk kona sem rekur kaffihús í Kaupmannahöfn segist vera í losti eftir fréttir af hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar sem kynntar voru í dag. Hún kveðst þó vona að geta haldið rekstrinum áfram gangandi með því að bjóða upp á kaffi og kræsingar til að taka með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt að 250 þúsund Ís­lendingar þurfa bólu­setningu

Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti.

Innlent
Fréttamynd

Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember

Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis

Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Þór­ólfur búinn að skila minnis­blaði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Covid-19 viðvörunarkerfið kynnt til leiks

Covid-19 viðvörunarkerfi hefur verið kynnt sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum

Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Veitinga­staðir og barir loki og elstu grunn­skóla­börnin send heim

Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani lagður inn á sjúkrahús

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann greindist með Covid-19 um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag.

Innlent