Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 21:52 Elísabet fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins. Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram á vef mbl.is. Þar er haft eftir Elísabetu að hún undirbúi málsókn á hendur embættinu eftir að Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild embættisins, staðhæfði að hún væri ekki með lækningaleyfi hér á landi. Þá kveðst hún einnig ætla að höfða mál á hendur fólki sem hafi haft í hótunum við hana í ummælakerfum fjölmiðla og annars staðar í kjölfar umfjöllunar um hana. Segist ekki hafa neitað sóttkví í fyrstu Í viðtali við Vísi um helgina sagði Elísabet að enginn lagalegur grundvöllur væri fyrir því að skikka fólk til að velja á milli þess að fara í skimun við komuna til landsins eða í tveggja vikna sóttkví. Elísabet kom til landsins frá Danmörku síðasta föstudagskvöld. Daginn eftir brá hún sér á Austurvöll þar sem hópur fólks var saman kominn til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Mbl hefur eftir Elísabetu að hún hafi í fyrstu ekki neitað að fara í 14 daga sóttkví. Hún hafi hins vegar ekki ætlað í sýnatöku. Henni hafi hins vegar verið misboðið þegar dregið hafi verið í efa að hún ætlaði sér að vera í sóttkví og því tekið ákvörðun um að gera hvorugt. Hún segir lögregluna ekki hafa haft samband við hana. Hins vegar hefur komið fram að mál hennar sé komið inn á borð lögreglu. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef mbl.is. Þar er haft eftir Elísabetu að hún undirbúi málsókn á hendur embættinu eftir að Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild embættisins, staðhæfði að hún væri ekki með lækningaleyfi hér á landi. Þá kveðst hún einnig ætla að höfða mál á hendur fólki sem hafi haft í hótunum við hana í ummælakerfum fjölmiðla og annars staðar í kjölfar umfjöllunar um hana. Segist ekki hafa neitað sóttkví í fyrstu Í viðtali við Vísi um helgina sagði Elísabet að enginn lagalegur grundvöllur væri fyrir því að skikka fólk til að velja á milli þess að fara í skimun við komuna til landsins eða í tveggja vikna sóttkví. Elísabet kom til landsins frá Danmörku síðasta föstudagskvöld. Daginn eftir brá hún sér á Austurvöll þar sem hópur fólks var saman kominn til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Mbl hefur eftir Elísabetu að hún hafi í fyrstu ekki neitað að fara í 14 daga sóttkví. Hún hafi hins vegar ekki ætlað í sýnatöku. Henni hafi hins vegar verið misboðið þegar dregið hafi verið í efa að hún ætlaði sér að vera í sóttkví og því tekið ákvörðun um að gera hvorugt. Hún segir lögregluna ekki hafa haft samband við hana. Hins vegar hefur komið fram að mál hennar sé komið inn á borð lögreglu.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32