Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:43 Björn Leifsson eigandi World Glass. Vísir/egill Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53