Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 12:01 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira