Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 07:11 Sundlaugargestir hópast saman fyrir utan Laugardalslaugina, rétt fyrir opnun, klukkan 6:30. Vísir/Atli Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira