Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 21:17 Frá fundi Alþingis í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira