Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. Innlent 11. júlí 2022 21:42
Fljúga hlaðmönnum til Amsterdam vegna gríðarlega tafa Icelandair tekur nú hlaðmenn með í flug til Amsterdam, til þess að halda ferðum sínum til og frá borginni á áætlun. Langar raðir og tafir eru daglegt brauð á flugvellinum í borginni. Félagið hefur fellt niður fjórum sinnum fleiri ferðir en á sama tíma fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 11. júlí 2022 20:02
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. Innlent 11. júlí 2022 17:22
Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. Viðskipti innlent 11. júlí 2022 15:53
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni Innlent 11. júlí 2022 13:17
Fjórfalt fleiri flugferðum aflýst Fjórfalt fleiri flugferðum frá Keflavíkurflugvelli var aflýst í júní en á sama tíma árið 2019. Innlent 11. júlí 2022 11:07
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Innherji 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. Innherji 10. júlí 2022 20:27
Bætt við sig í Íslandsbanka fyrir um 17 milljarða á þremur mánuðum Átta af helstu lífeyrissjóðum landsins, sem eiga það allir sammerkt að fara í dag með meira en eins prósenta hlut í Íslandsbanka, hafa stækkað eignarhlut sinn í bankanum um samanlagt liðlega þriðjung frá því að útboði ríkissjóðs lauk í mars á þessu ári. Sömu lífeyrissjóðir eiga nú samtals tæplega 28 prósenta hlut í Íslandsbanka en fyrir rétt rúmlega þremur mánuðum nam eignarhluturinn um 21 prósenti. Innherji 10. júlí 2022 13:17
Eina lausnin að borga aukalega til að sitja með börnum sínum Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir viðmót gagnvart henni nú nýverið þegar hún keypti flugmiða fyrir sig og börnin sín til Kaupmannahafnar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir sveigjanleikann ekki jafn mikinn með litlum fyrirvara. Neytendur 9. júlí 2022 19:00
Draumaferðin er handan við hornið með Icelandair! Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei.... Skoðun 9. júlí 2022 13:31
DNB mælir með kaupum í Alvotech og verðmetur félagið á 700 milljarða Hlutafé íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi í liðnum mánuði, er metið á rúmlega 5,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, samkvæmt nýju verðmati. Innherji 7. júlí 2022 16:01
Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. Innlent 7. júlí 2022 10:46
Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. Innherji 7. júlí 2022 10:32
Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Viðskipti innlent 6. júlí 2022 11:48
Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Hluthafafundur félagsins Festi fer fram þann 14. júlí næstkomandi. Upphaflega var einungis eitt mál á dagskrá fundarins en nú hafa tvö bæst við, þar á meðal tillaga um að nafni félagsins verði breytt í Sundrung. Viðskipti innlent 6. júlí 2022 09:41
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. Innlent 5. júlí 2022 18:54
Félag Reynis kaupir í Icelandair fyrir meira en hálfan milljarð Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, hefur eignast meira en eins prósenta hlut í Icelandair Group og er núna komið í hóp tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins. Innherji 5. júlí 2022 15:04
Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus. Innlent 5. júlí 2022 14:55
Allir stjórnarmenn Festi tilnefndir til áframhaldandi setu Tilnefningarnefnd Festi hefur skilað inn skýrslu sinni til stjórnar félagsins. 21 bauð sig fram í stjórn og tilnefningarnefnd tilnefnir níu frambjóðendur til stjórnar sem fimm skipa, þar af alla núverandi stjórnarmenn. Viðskipti innlent 5. júlí 2022 10:25
Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 4. júlí 2022 19:49
Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Viðskipti innlent 4. júlí 2022 14:45
Ísland fært upp í flokk nýmarkaða hjá FTSE í þremur áföngum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn mun færast að fullu upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í þremur jafn stórum skrefum á tímabilinu frá september næstkomandi og til marsmánaðar á næsta ári. Innherji 4. júlí 2022 09:39
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. Viðskipti innlent 4. júlí 2022 07:17
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4. júlí 2022 07:01
Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Innlent 1. júlí 2022 17:44
Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. Neytendur 1. júlí 2022 12:29
Sjötta þota Play komin til landsins Ný Airbus þota bætist við flota flugfélagsins Play en um er að ræða sjöttu þotu félagsins og kom hún til landsins frá Frakklandi en þotan er af gerðinni A30neo. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 11:14
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 09:02
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Innlent 30. júní 2022 22:33