Bein útsending: Play skýrir 1,4 milljarða tap Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. Viðskipti innlent 25. maí 2022 08:00
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Viðskipti innlent 24. maí 2022 18:03
Jón Óttar í stjórn Nova eftir kaup fjárfesta á þriðjungshlut Stokkað var upp í stjórn Nova, sem undirbýr nú skráningu á markað, í síðasta mánuði eftir að þrír framtakssjóðir fóru fyrir kaupum fjárfesta á rúmlega þriðjungshlut í fjarskiptafélaginu. Klinkið 24. maí 2022 18:00
Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka. Innherji 24. maí 2022 06:01
Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí. Innherji 23. maí 2022 15:10
Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. Innherji 23. maí 2022 11:18
Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Skoðun 20. maí 2022 17:30
Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. Viðskipti innlent 20. maí 2022 11:18
Bandarískur fjármálarisi bætir enn við hlut sinn í Íslandsbanka Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Capital Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá skráningu hans á markað í fyrra, juku enn frekar við eignarhlut sinn í bankanum fyrr í þessum mánuði með kaupum á bréfum fyrir samtals nærri 400 milljónir króna. Capital Group fer núna með 5,22 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Innherji 20. maí 2022 08:20
Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar. Innherji 19. maí 2022 16:39
Sandra Dís flýgur frítt með PLAY í heilt ár Sandra Dís Sigurðardóttir mun fljúga frítt með flugfélaginu PLAY í heilt ár en hún vann í samfélagsmiðlaleik flugfélagsins. Lífið 19. maí 2022 14:21
Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Innlent 19. maí 2022 13:21
Hlutabréfaverð Íslandsbanka fellur og nálgast gengið í útboði ríkissjóðs Gengi bréfa Íslandsbanka hefur lækkað um tvö prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun og stendur nú í 117,8 krónum á hlut. Hlutabréfaverðið er því aðeins tæplega einni krónu hærra, eða sem nemur 0,7 prósentum, en þegar ríkissjóður seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals tæplega 53 milljarða króna fyrir um tveimur mánuðum. Innherji 19. maí 2022 11:03
Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Innherji 18. maí 2022 14:57
Stokkað upp í stjórn stærsta fjárfestingafélags landsins Á aðalfundi Eyris Invest fyrr í þessum mánuði var Kristín Pétursdóttir, sem hefur lengst af starfað í fjármálageiranum og var um tíma stjórnarformaður Kviku banka, kjörin ný inn í stjórn fjárfestingafélagsins. Innherji 18. maí 2022 12:26
Útboð ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við jafnræðisreglu, segir LOGOS Ákvörðun um að takmarka þátttöku í útboði ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum við hæfa fjárfesta án þess að setja sérstök skilyrði um lágmarkstilboð fól ekki í sér, að mati lögmannsstofunnar LOGOS, brot gegn jafnræðisreglu. Bankasýsla ríkisins, sem sá um framkvæmd söluferlisins, hafi sömuleiðis gert „fullnægjandi ráðstafanir“ til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu. Innherji 18. maí 2022 06:43
Ölgerðin spornar gegn verðhækkunum í von um að þær gangi til baka Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið á sig hluta af verðhækkunum aðfanga, sem hafa í mörgum tilfellum numið tugum prósenta, í von um að þær gangi til baka. Fyrirtækið býst við frekari hækkunum frá ýmsum birgjum og ef aðfangaverð heldur áfram að hækka gæti það þurft að endurmeta verðlagningu enn frekar. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Ölgerðarinnar sem var birt í dag. Innherji 17. maí 2022 20:23
Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Viðskipti innlent 17. maí 2022 10:12
Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst. Innherji 17. maí 2022 07:00
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16. maí 2022 13:06
Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14. maí 2022 09:00
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13. maí 2022 11:20
Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Viðskipti innlent 12. maí 2022 18:28
Auður ráðin forstjóri Orkunnar Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002. Viðskipti innlent 12. maí 2022 18:03
Kvika skilar 16 prósenta arðsemi og hækkar afkomuspá bankans Hagnaður Kviku banka á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.740 milljónum króna, sem var í samræmi við áætlanir á fjórðungnum, og arðsemi af efnislegu eigin fé félagsins fyrir skatta var 16,1 prósent. Innherji 12. maí 2022 16:58
Akta seldi fyrir minnst milljarð í ÍSB, Gildi keypti fyrir nærri tvo Akta sjóðir hafa selt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir minnst milljarð króna á síðustu dögum og á sama tíma hefur Gildi lífeyrissjóður bætt verulega við hlut sinn í bankanum. Innherji 12. maí 2022 13:00
Kvika fær sömu einkunn og stóru bankarnir í fyrsta lánshæfismatinu Forstjóri Kviku segir að ný lánshæfiseinkunn sem bankinn hefur fengið frá Moody´s muni gegna stóru hlutverki í að lækka fjármagnskostnað félagsins. Innherji 12. maí 2022 09:01
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. Innherji 11. maí 2022 18:31
Aukinn hagnaður Sýnar milli ára Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 207 milljónum krónum samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 5,7 milljörðum krónum og jukust um tæplega 700 milljónir á milli ára. Viðskipti innlent 11. maí 2022 17:47
Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa. Innherji 11. maí 2022 13:36