Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman
Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun.