Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 20:58 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, segir Samskip og Eimskip rúin trausti. Vísir/Egill Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52
Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00
Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05