Bára Hlín nýr forstöðumaður hjá Sýn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 10:06 Bára Hlín Kristjánsdóttir kemur til Sýnar frá Marel. SÝN Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Verkefnastofu og ferlaumbóta hjá Sýn. Í tilkynningu segir að Bára muni veita forstöðu teymi verkefnastjóra og ferlaumbótasérfræðinga sem munu leiða áfram lykilbreytingarverkefni félagsins. Teymið vinni náið með mannauði, viðskiptaþróun, vörustjórnun, upplýsingatækni og fjölmiðlalausnum Sýnar sem vinni þvert á rekstrareiningar félagsins. „Bára kemur til Sýnar frá Marel þar sem hún hefur síðastliðin 5 ár leitt víðtæk og flókin alþjóðleg umbreytingarverkefni. Í því starfi tók hún þátt í að móta faglega verkefnastjórnun fyrir Marel, og leiddi hópa verkefnastjóra og ferlasérfræðinga við að koma á fót sérhæfðri aðfangakeðju fyrir þjónustusvið sem þjónar viðskiptavinum um allan heim. Hún hefur sérhæft sig í breytingastjórnun og stafrænni umbreytingu undanfarin ár, með tilheyrandi áherslu á einföldun og samræmingu ferla í flóknu tækniumhverfi. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, og sat í stjórn faghóps Stjórnvísi um breytingastjórnun 2021-2022. Hún vann á árunum 2009-2018 á sviði markaðs- og sölumála í hugbúnaðarþróun, og er meðstofnandi handverksbrugghússins Álfs,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Huldu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Nýsköpunar og reksturs hjá Sýn, að hún sé mjög ánægð með að fá Báru til liðs félagið. Hún sé með alþjóðlega reynslu í stórum umbreytingarvegferðum, verkefnastýringu og umfangsmiklum ferlaumbótum. „Þá er hún með mikinn metnað og drifkraft fyrir nýsköpun og faglegri verkefnastýringu. Við hjá Sýn erum á sóknar- og breytingarvegferð með upplifun viðskiptavina að leiðarljósi og hennar reynsla mun nýtast félaginu vel,“ segir Hulda. Þá er haft eftir Báru Hlín að Sýn sé fyrirtæki á afskaplega spennandi stað og að hún hlakki til að koma inn í þau metnaðarfullu verkefni sem liggi fyrir með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum Sýnar framúrskarandi þjónustu og virði í síbreytilegu umhverfi. „Samstilling viðskiptahagsmuna, ferla, gagna, og upplýsingatækni í flóknum umbreytingum er mér hjartans mál ásamt því að passa vel upp á fólkið sem aðlagast þarf hröðum breytingum,“ segir Bára Hlín. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Sýn Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Í tilkynningu segir að Bára muni veita forstöðu teymi verkefnastjóra og ferlaumbótasérfræðinga sem munu leiða áfram lykilbreytingarverkefni félagsins. Teymið vinni náið með mannauði, viðskiptaþróun, vörustjórnun, upplýsingatækni og fjölmiðlalausnum Sýnar sem vinni þvert á rekstrareiningar félagsins. „Bára kemur til Sýnar frá Marel þar sem hún hefur síðastliðin 5 ár leitt víðtæk og flókin alþjóðleg umbreytingarverkefni. Í því starfi tók hún þátt í að móta faglega verkefnastjórnun fyrir Marel, og leiddi hópa verkefnastjóra og ferlasérfræðinga við að koma á fót sérhæfðri aðfangakeðju fyrir þjónustusvið sem þjónar viðskiptavinum um allan heim. Hún hefur sérhæft sig í breytingastjórnun og stafrænni umbreytingu undanfarin ár, með tilheyrandi áherslu á einföldun og samræmingu ferla í flóknu tækniumhverfi. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, og sat í stjórn faghóps Stjórnvísi um breytingastjórnun 2021-2022. Hún vann á árunum 2009-2018 á sviði markaðs- og sölumála í hugbúnaðarþróun, og er meðstofnandi handverksbrugghússins Álfs,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Huldu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Nýsköpunar og reksturs hjá Sýn, að hún sé mjög ánægð með að fá Báru til liðs félagið. Hún sé með alþjóðlega reynslu í stórum umbreytingarvegferðum, verkefnastýringu og umfangsmiklum ferlaumbótum. „Þá er hún með mikinn metnað og drifkraft fyrir nýsköpun og faglegri verkefnastýringu. Við hjá Sýn erum á sóknar- og breytingarvegferð með upplifun viðskiptavina að leiðarljósi og hennar reynsla mun nýtast félaginu vel,“ segir Hulda. Þá er haft eftir Báru Hlín að Sýn sé fyrirtæki á afskaplega spennandi stað og að hún hlakki til að koma inn í þau metnaðarfullu verkefni sem liggi fyrir með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum Sýnar framúrskarandi þjónustu og virði í síbreytilegu umhverfi. „Samstilling viðskiptahagsmuna, ferla, gagna, og upplýsingatækni í flóknum umbreytingum er mér hjartans mál ásamt því að passa vel upp á fólkið sem aðlagast þarf hröðum breytingum,“ segir Bára Hlín. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Sýn Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira