Viðbrögðin við Íslandsbankasáttinni úr öllu hófi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 13:55 Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Marinó Örn Tryggvason, sem lét nýlega af störfum sem forstjóri Kviku banka, segir að sér þyki samfélagið hafa farið ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann var opinberuð. Viðbrögðin hafi verið úr öllu hófi. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark þar sem Marínó var gestur en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Marínó segir harkalega umræðu um stjórnendur Íslandsbanka ekki hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun sína um að stíga til hliðar en hún hafi hins vegar haft áhrif. Farið harkalega um stjórnendur og starfsmenn „Mér sjálfum fannst farið mjög harkalega um stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka. Ég hugsaði um kollega minn fyrrverandi, hana Birnu [Einarsdóttur], þar sem mér fannst farið mjög harkalega með hana fyrir að mínu mati litlar sakir hjá henni,“ segir Marinó. Kvika átti í samrunaviðræðum við Íslandsbanka en sleit þeim nokkrum dögum eftir að sáttin var gerð opinber. Marinó segir ákvörðunina eftir á að hyggja hafa verið hárrétt og verið byggð á mati bankans á viðbrögðum samfélagsins, sem hafi verið harðari en stjórnendur Kviku áttu von á. „Mér finnst samfélagið hafa farið mjög ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka, mér finnst menn hafa gengið alltof langt í því. Þarna voru jú brotalamir og Íslandsbanki hefur viðurkennt það. En mér finnst viðbrögðin úr öllu hófi við tilefnið.“ Stjórnendur Kviku hafa áður sagst vera opnir fyrir því að taka upp sameiningarviðræður að nýju við Íslandsbanka í framtíðinni. Marinó segir það geta verið spennandi. „Það hefði verið hægt að búa til öflugasta og stærsta fjármálafyrirtæki landsins sem hefði getað gert ótrúlega hluti. Aftur á móti tel ég líka að framtíðin sé mjög björt hjá Kviku óháð samrunanum, það eru mikil tækifæri þar líka.“ Umræðan á lágu plani Þá minnist Marinó á framgöngu ákveðinna stéttarfélaga vegna Íslandsbankamálsins og segir að sér þyki ótrúlega langt gengið að kalla eftir uppsögnum á starfsfólki Íslandsbanka. Nýlega furðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sig á því í samtali við fréttastofu að ekki hefði verið gengið lengra í uppsögnum í Íslandsbanka. Þar væru enn starfsmenn sem hefðu verið þáttakendur í sölu bankans á hlut ríkisins. „Manni finnst umræðan um þetta vera því miður á alltof lágu plani,“ segir Marinó. „Það er voðalega slæmt ef umræða í samfélagi um mál sem skipta miklu máli er alltof grunn.“ Kom á óvart hvað fjársektirnar voru háar Marinó segir að sér hafi komið á óvart hvað sektargreiðslur á Íslandsbanka í sáttinni við Fjármálaeftirlitið hafa verið háar. Hann hafi búist við því að sátt yrði gerð við bankann í málinu. „Það kom mér samt á óvart, bæði hvað fjárhæðirnar voru háar og mér fannst sáttin harkalega orðuð,“ segir Marinó. Hann veltir því upp hvort að sú breyting hafi orðið á að stjórnvöld fari nú fram á mun hærri sektar-og sáttagreiðslur en áður. Fjármálakerfið sé lítið á Íslandi en í stórum dráttum með sama regluverk og eru við lýði í löndum Evrópu þar sem séu miklu stærri fjármálafyrirtæki. Það sé flókið að fylgja öllum lögum og reglum, þó Marinó taki fram að hann sé ekki að gera lítið úr því þegar lög og reglur séu brotnar. Mikilvægt sé að hafa í huga í Íslandsbankamálinu hverjir hafi verið raunverulegir brotaþolar. „Stór hluti af þessum brotum hjá Íslandsbanka voru gegn lögum eða reglum um fjárfestavernd sem er ætlað að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækisins og í þessu tilfelli þá kaupendurna. Ég hef allavega ekki heyrt neins staðar að þeir sem keyptu séu að kvarta.“ Kvika banki Íslenskir bankar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark þar sem Marínó var gestur en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Marínó segir harkalega umræðu um stjórnendur Íslandsbanka ekki hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun sína um að stíga til hliðar en hún hafi hins vegar haft áhrif. Farið harkalega um stjórnendur og starfsmenn „Mér sjálfum fannst farið mjög harkalega um stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka. Ég hugsaði um kollega minn fyrrverandi, hana Birnu [Einarsdóttur], þar sem mér fannst farið mjög harkalega með hana fyrir að mínu mati litlar sakir hjá henni,“ segir Marinó. Kvika átti í samrunaviðræðum við Íslandsbanka en sleit þeim nokkrum dögum eftir að sáttin var gerð opinber. Marinó segir ákvörðunina eftir á að hyggja hafa verið hárrétt og verið byggð á mati bankans á viðbrögðum samfélagsins, sem hafi verið harðari en stjórnendur Kviku áttu von á. „Mér finnst samfélagið hafa farið mjög ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka, mér finnst menn hafa gengið alltof langt í því. Þarna voru jú brotalamir og Íslandsbanki hefur viðurkennt það. En mér finnst viðbrögðin úr öllu hófi við tilefnið.“ Stjórnendur Kviku hafa áður sagst vera opnir fyrir því að taka upp sameiningarviðræður að nýju við Íslandsbanka í framtíðinni. Marinó segir það geta verið spennandi. „Það hefði verið hægt að búa til öflugasta og stærsta fjármálafyrirtæki landsins sem hefði getað gert ótrúlega hluti. Aftur á móti tel ég líka að framtíðin sé mjög björt hjá Kviku óháð samrunanum, það eru mikil tækifæri þar líka.“ Umræðan á lágu plani Þá minnist Marinó á framgöngu ákveðinna stéttarfélaga vegna Íslandsbankamálsins og segir að sér þyki ótrúlega langt gengið að kalla eftir uppsögnum á starfsfólki Íslandsbanka. Nýlega furðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sig á því í samtali við fréttastofu að ekki hefði verið gengið lengra í uppsögnum í Íslandsbanka. Þar væru enn starfsmenn sem hefðu verið þáttakendur í sölu bankans á hlut ríkisins. „Manni finnst umræðan um þetta vera því miður á alltof lágu plani,“ segir Marinó. „Það er voðalega slæmt ef umræða í samfélagi um mál sem skipta miklu máli er alltof grunn.“ Kom á óvart hvað fjársektirnar voru háar Marinó segir að sér hafi komið á óvart hvað sektargreiðslur á Íslandsbanka í sáttinni við Fjármálaeftirlitið hafa verið háar. Hann hafi búist við því að sátt yrði gerð við bankann í málinu. „Það kom mér samt á óvart, bæði hvað fjárhæðirnar voru háar og mér fannst sáttin harkalega orðuð,“ segir Marinó. Hann veltir því upp hvort að sú breyting hafi orðið á að stjórnvöld fari nú fram á mun hærri sektar-og sáttagreiðslur en áður. Fjármálakerfið sé lítið á Íslandi en í stórum dráttum með sama regluverk og eru við lýði í löndum Evrópu þar sem séu miklu stærri fjármálafyrirtæki. Það sé flókið að fylgja öllum lögum og reglum, þó Marinó taki fram að hann sé ekki að gera lítið úr því þegar lög og reglur séu brotnar. Mikilvægt sé að hafa í huga í Íslandsbankamálinu hverjir hafi verið raunverulegir brotaþolar. „Stór hluti af þessum brotum hjá Íslandsbanka voru gegn lögum eða reglum um fjárfestavernd sem er ætlað að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækisins og í þessu tilfelli þá kaupendurna. Ég hef allavega ekki heyrt neins staðar að þeir sem keyptu séu að kvarta.“
Kvika banki Íslenskir bankar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira