Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Það var al­gjört kossaflens í gangi í Breið­holtinu“

„Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 

Lífið
Fréttamynd

Fær­eyingar á­forma 4.500 króna að­gangs­eyri á alla ferða­menn

Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi.

Erlent
Fréttamynd

Rekstrar­af­koma Sýnar ekki á­sættan­leg

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­venj­u hátt skatt­hlut­fall Ari­on vegn­a fram­virkr­a samn­ing­a

Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair flýgur til Fær­eyja að nýju

Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Arion dróst saman um tvo milljarða

Arion banki hagnaðist um 4,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er nokkur samdráttur sé fjórðungurinn borinn saman við sama tímabil í fyrra, þegar Arion hagnaðist um 6,3 milljarða. Bankastjóri segir afkomuna undir markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landa stórum sölusamningi

Alvotech tilkynnti í dag að nýgerður samningur í Bandaríkjunum um dreifingu og sölu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) sé við Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna. Samningurinn sé gerður með samþykki Teva Pharmaceuticals, sem er samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reginn aftur­kallar samrunatilkynningu við Eik

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­stjóri Play segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilbrigðistryggingafélag tekur lyf Alvotech upp á sína arma

Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæður af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir lyfið. Alvotech, sem er býður upp á slíkt lyf, hefur hækkað um 3,7 prósent það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta árs­fjórðungi

Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd.

Lífið