Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar 15. október 2025 22:30 Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar