Viðskipti innlent

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Árni Sæberg skrifar
Hæstiréttur dæmir um lögmæti skilmálanna í dag.
Hæstiréttur dæmir um lögmæti skilmálanna í dag. Vísir

Hæstiréttur kveður upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða klukkan 13:30. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Málið var höfðað á hendur Íslandsbanka af tveimur lánþegum og varðar meinta ólögmæta skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bankann af öllum kröfum lánþeganna í nóvember í fyrra.

Hæstiréttur tók málið fyrir án þess að það kæmi við í Landsrétti. Sjö dómarar dæma í málinu og það var flutt tvisvar fyrir réttinum. Landsréttur tók þrjú sambærileg mál á hendur stóru viðskiptabönkunum fyrir og sýknaði þá alla í febrúar síðastliðnum.

Fylgjast má með dómsuppsögu og viðbrögðum við henni í vaktinni hér að neðan. Ráð er að endurhlaða síðuna ef vaktin birtist ekki í fyrstu tilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×