Markaðsvirði Amaroq rauk upp og rauf hundrað milljarða múrinn
Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada.
Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada.
Taívanskt félag hefur gengið frá samkomulagi um að kaupa FlyOver Attractions, meðal annars reksturinn hér á Íslandi, fyrir samtals jafnvirði um tíu milljarða króna.
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið að bæta enn frekar við eignarhlut sinn í Símanum í þessum mánuði, skömmu eftir umfangsmikil fyrirtækjakaup, en hlutabréfaverð félagsins hefur verið á siglingu að undanförnu.
Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti.
Árleg skýrsla Seðlabankans um gjaldeyrismarkaðinn og gengisþróun er jafnan fróðleg lesning. Í þeirri nýjustu, sem birtist í liðinni viku, er meðal annars að finna þær upplýsingar að umfang gjaldeyrispörunar innan stóru viðskiptabankanna – sem sumir hafa kallað stærstu skuggabankastarfsemi landsins – hafi í fyrra numið samtals um þrjú þúsund milljörðum króna. Hefur sá markaður verið í nokkuð stöðugu ástandi á þeim slóðum undanfarin ár.
Hagvöxtur á heimsvísu er talinn haldast nokkuð stöðugur og nema 3,3 prósentum árið 2026, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítillega hærra en áður var talið. Aðalhagfræðingur sjóðsins varar við hættu á leiðréttingu ef miklar fjárfestingar í gervigreind skila sér ekki í meiri arðsemi og framleiðni.
Á meðan það kom ekkert félag nýtt inn í Kauphöllina hér á landi á liðnu ári þá var samt heilt yfir fjölgun í nýskráningum á markaði í Norðurlöndunum og sem fyrr var sú þróun drifin áfram af góðum gangi í Svíþjóð.
Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung.
Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs.
Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins.
Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi.
Þrátt fyrir talsvert innflæði á síðustu mánuðum ársins þá reyndist samanlögð hrein fjárfesting erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum aðeins um þriðjungur af því sem hún var árið áður.
Talsvert var um innlausnir fjárfesta úr bæði hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum í nóvember á sama tíma og hreint innflæði í skuldabréfasjóði jókst um milljarða.
Þegar litið er til miðgildis stjórnarlauna hjá skráðum félögum, ríkisfyrirtækjum og lífeyrissjóðum þá voru þau yfir sjö milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýrri greiningu Attentus og PwC, og höfðu hækkað umtalsvert frá árinu 2022.
Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið.
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið yfirtekið af framtakssjóði í rekstri norræna fjárfestingafélagsins Axcel. Þetta er fyrsta fjárfesting Axcel hér á landi en seljendur eru bandarískt félag sem keypti LS Retail fyrir fáeinum árum.
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna.
Tveir af umsvifameiri hlutabréfasjóðum landsins hafa að undanförnu verið að byggja upp stöðu í SKEL en á sama tíma hefur einn af stærstu hluthöfum fjárfestingafélagsins haldið áfram að minnka við hlut sinn.
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa bæst í hóp fjölmargra erlendra fjármálafyrirtækja sem fjalla reglulega um líftæknifyrirtækið Oculis og verðmeta það núna hæst allra greinenda.
Bjarni Ármannsson, stærsti einkafjárfestirinn í Skaga, heldur áfram að bæta stöðugt við stöðu sína í fjármálafyrirtækinu sem á núna í samrunaviðræðum við Íslandsbanka og er hlutur hans að nálgast tíu prósent.
Bandaríski framtakssjóðurinn GI Partners hefur gengið frá kaupum á móðurfélagi Íslandsturna en fyrirtækið er eigandi að hátt í 400 fjarskiptaturnum víðs vegar um landið. Innan við fjögur ár eru liðin síðan Nova og Sýn seldu þær eignir frá sér.
Góð afkoma hjá Festi að undanförnu hefur meðal annars verið nýtt til að greiða hratt upp kaupin á Lyfju á síðasta ári, samkvæmt nýrri greiningu á félaginu, en útlit er fyrir að árleg samlegð vegna samrunans verði talsvert meiri en áður var áætlað.
Væntingar um verulega bætta afkomu á næsta ári, ásamt lækkandi markaðsvöxtum að undanförnu, skýrir einkum nokkra hækkun á verðmati Sjóvá, samkvæmt greiningu á tryggingafélaginu.
Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra.
Ekki er að sjá nein merki um að fjárfestar hafi verið að bæta við skortstöður sínar með bréf Alvotech dagana áður en líftæknilyfjafélagið greindi frá því að FDA myndi ekki veita markaðsleyfi fyrir nýja hliðstæðu að svo stöddu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði í kjölfarið um þriðjung.
Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár.
Verðmat á Icelandair er lækkað lítillega eftir uppgjör síðasta fjórðungs, einkum vegna lakari samkeppnishæfni samhliða mikill gengishækkun krónunnar, en virði félagsins er samt talið umtalsvert hærra miðað við núverandi markaðsgengi.
Næst stærsti hluthafi Íslandsbanka, sem hefur verið á kaupendahliðinni í bankanum á markaði um nokkurt skeið, hefur losað um drjúgan hluta þeirra bréfa sem hann hafði áður verið að bæta við sig mánuðina á undan.
Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.
Þrátt fyrir viðvarandi óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi vegna hækkandi tolla þá skilaði JBT Marel enn og aftur uppgjöri umfram væntingar greinenda og fyrir vikið var afkomuspá félagsins hækkuð sömuleiðis. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengið er farið að nálgast hæstu gildi á árinu.
Eggert Þröstur Þórarinsson, sem var um árabil næstráðandi á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans, hefur hafið störf í greiningarteymi ACRO verðbréfa.