JBTM heldur áfram að koma fjárfestum ánægjulega á óvart og gengið rýkur upp
Þrátt fyrir viðvarandi óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi vegna hækkandi tolla þá skilaði JBT Marel enn og aftur uppgjöri umfram væntingar greinenda og fyrir vikið var afkomuspá félagsins hækkuð sömuleiðis. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengið er farið að nálgast hæstu gildi á árinu.