Kolbeinn bætti eigið Íslandsmet um rúma sekúndu FH-ingurinn Kolbeinn Hörður Gunnarsson stórbætti eigið Íslandsmet er hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla innanhús á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í dag. Sport 5. febrúar 2023 15:23
Svíar smeykir við að fara á EM Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Sport 31. janúar 2023 13:30
Veðrið sett strik í reikninginn við upphaf Reykjavíkurleikanna Reykjavíkurleikarnir fara nú fram í sextánda sinn. Um þrjú þúsund keppendur munu etja kappi í ýmsum íþróttagreinum í Reykjavík næstu tíu daga. Sport 28. janúar 2023 10:01
Bætti eigið Íslandsmet eftir löng og erfið meiðsli: „Líður eins og ég eigi meira inni“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði Íslandsmetið á Stórmóti ÍR á dögunum og bætti síðan um betur þegar hún kom í mark á nýju Íslandsmeti, 7,35 sekúndum, í Árósum á miðvikudagskvöld. Guðbjörg Jóna segir erfiðan tíma að baki en hún var frá vegna meiðsla í 10 mánuði. Sport 28. janúar 2023 07:00
Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti í kvöld eigið Íslandsmet í kúluvarpi kvenna innanhúss. Sport 27. janúar 2023 19:45
Neitar að keppa fyrir Bretland í Ástralíu vegna kolefnisfótspors ferðarinnar Breska frjálsíþróttakonan Innes FitzGerald hefur hafnað boði um að keppa fyrir Bretland í frjálsíþróttakeppni í Ástralíu. Sport 27. janúar 2023 07:30
Sjáðu Guðbjörgu Jónu hlaupa hraðast íslenskra kvenna í sögunni Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sló í gærkvöldi Íslandsmetið í 60 metra hlaupi innanhúss aðeins fjórum dögum eftir að hún jafnaði metið. Sport 26. janúar 2023 11:00
Guðbjörg Jóna sló Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sló í kvöld Íslandsmetið í 60 metra hlaupi á móti í Árósum. Sport 25. janúar 2023 22:30
Mamma heimsmethafans byrjaði aftur eftir 34 ár og setti næstum því met Armand Duplantis er besti stangarstökkvari heims og handhafi heimsmetsins innan og utanhúss. Þessi 23 ára Svíi hefur margbætt heimsmetið á síðustu árum. Sport 25. janúar 2023 15:01
Vésteinn lenti í kulnun: „Endurheimti manneskjuna á bakvið þjálfarann“ Vésteinn Hafsteinsson fór í kulnun fyrir hálfu ári. Það hafði áhrif á ákvörðun hans að flytja heim til Íslands og taka við starfi afreksstjóra ÍSÍ. Sport 24. janúar 2023 09:00
Guðbjörg Jóna jafnaði eigið Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, úr ÍR, jafnaði sitt eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss á Stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Sport 21. janúar 2023 22:01
Bolt varð fyrir barðinu á svindlara og tapaði hundruðum milljóna Frjálsíþróttagoðsögnin Usain Bolt varð fyrir barðinu á mjög óheiðarlegum fjárfesti sem virðist hafa komist yfir margar milljónir Bandaríkjadala. Sport 16. janúar 2023 11:31
Kolbeinn sló Íslandsmet sem var tveimur árum eldra en hann Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sló í gær þrjátíu ára Íslandsmet í sextíu metra hlaupi innanhúss. Sport 13. janúar 2023 12:31
ÍSÍ hafi sent annan texta en var lesinn upp á hófinu Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og frjálsíþróttasérfræðingur, kveðst gáttaður á því hvernig Guðrún Arnardóttir var kynnt til leiks sem nýjasti meðlimur heiðurshallar ÍSÍ í gærkvöld. Sport 30. desember 2022 10:46
Guðrún Arnardóttir útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ Guðrún Arnardóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hún er 24. einstaklingurinn til að hljóta þennan heiður en útnefningin var samþykkt samhljóða á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ 24. nóvember síðastliðinn. Sport 30. desember 2022 06:21
Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina. Sport 29. desember 2022 20:26
Dæmdir í samtals átta ára bann fyrir lyfjamisferli Þrír kenískir hlauparar hafa verið dæmdir í samtals átta ára keppnisbann fyrir lyfjamisferli. Sport 20. desember 2022 15:00
Bætti U-18 ára aldursflokkamet 12 ára gömul Freyja Nótt Andradóttir, frjálsíþróttastelpa úr FH, bætti í dag aldursflokkamet í 60 metra hlaupi í U-18 ára flokki á móti sem fram fór í Kaplakrika. Það sem gerir afrek Freyju Nætur enn eftirtektarverðara en ella er að hún er einungis 12 ára gömul. Sport 17. desember 2022 15:24
Þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst Ólympíugullverðlaunahafinn Randolph Ross, sem var hluti af bandaríska liðinu í 4x400m hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó, hefur verið settur í þriggja ára keppnisbann fyrir að falsa tölvupóst til lyfjaeftirlitsins. Sport 14. desember 2022 07:01
Ólympíugullverðlaunahafi slapp lifandi úr flugslysi Keníamaðurinn David Rudisha komst lífs af úr flugslysi og slapp meira að segja úr slysinu lítið slasaður. Sport 13. desember 2022 13:00
Erna Sóley og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins Á föstudaginn var fór fram uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalshöll. Þar var meðal annars tilkynnt hvaða fólk hlyti nafnbótina „frjálsíþróttafólk ársins.“ Að þessu sinni voru það kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson. Sport 6. desember 2022 13:31
Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. Sport 17. nóvember 2022 09:30
Var að vinna New York maraþonið þegar hann hné niður Brasilíumaðurinn Daniel Do Nascimento virtist vera í góðum málum í New York maraþoninu um helgina þegar örlögin tóku völdin. Sport 7. nóvember 2022 14:30
Sigurvegarinn í Boston maraþoninu 2021 féll á lyfjaprófi Diana Kipyokei frá Kenía kom sá og sigraði í Boston maraþoninu á síðasta ári. Hún hefur nú verið dæmd í keppnisbann eftir að falla á lyfjaprófi. Sömu sögu er að segja af Betty Wilson Lempus, einnig frá Kenía. Sport 15. október 2022 13:00
Bætti eigið heimsmet um 30 sekúndur Hlauparinn Eliud Kipchoge frá Keníu sló í dag eigið heimsmet í maraþoni þegar hann vann Berlínar maraþonið á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Sport 25. september 2022 12:01
Kannabis áfram á bannlista lyfjaeftirlitsins Alþjóðlega lyfjaeftirlitið, WADA (e. World Anti-Doping Agnecy), hefur tilkynnt eftir nánari endurskoðun að kannabis verður áfram á bannlista yfir þau lyf sem íþróttamönnum er bannað að taka inn. Sport 24. september 2022 14:00
Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Sport 30. ágúst 2022 23:01
Týndi EM-gullinu sínu á flugvellinum Nýkrýndur Evrópumeistari frá EM í frjálsum íþróttum áttaði sig á því við heimkomuna frá München að hann var ekki með gullið með sér. Sport 22. ágúst 2022 09:30
Sá besti í heimi bætir við metasafnið Svíinn Armand Duplantis setti mótsmet í frjálsíþróttakeppni Meistaramóts Evrópu í München í Þýskalandi í gær. Tvö slík met féllu á Ólympíuleikvanginum. Sport 21. ágúst 2022 13:01
Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Sport 20. ágúst 2022 15:00