Tuttugu fylgja fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 06:32 Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira