„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Það er erfitt að loka mótum strákar“ Fótbolti „Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Sport Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Íslenski boltinn Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Fótbolti Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Sport Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Fótbolti Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Fótbolti Undrabarnið Endrick giftur eftir innan við árs samband Fótbolti Fleiri fréttir „Það er erfitt að loka mótum strákar“ Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt „Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Undrabarnið Endrick giftur eftir innan við árs samband Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Nýr samningur sagður gera þá bestu að þeirri launahæstu Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Höjlund enn fjarri góðu gamni en varnarþríeykið klárt í slaginn Englandsmeistarinn Ingle með slitið krossband Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Áfall fyrir Barcelona Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Graham Potter verður á Hlíðarenda í kvöld Alfa Brá og Katrín Anna í landsliðið Fannst mark Gabriels vera ólöglegt Laus við veikindin og klár í slaginn „Ósanngjarnt“ að kærastinn fái margfalt meira fyrir sömu vinnu Kyssti andstæðing í miðjum bardaga Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Neymar fannst helvíti líkast að spila með Mbappé Klutz réði ekkert við GoldDiggers Hljóp á ljósmyndara en setti met Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær „Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Kærir Richarlison og sakar hann um illa meðferð Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Það er erfitt að loka mótum strákar“ Fótbolti „Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Sport Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Íslenski boltinn Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Fótbolti Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Sport Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Fótbolti Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Fótbolti Undrabarnið Endrick giftur eftir innan við árs samband Fótbolti Fleiri fréttir „Það er erfitt að loka mótum strákar“ Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt „Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Undrabarnið Endrick giftur eftir innan við árs samband Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Nýr samningur sagður gera þá bestu að þeirri launahæstu Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Höjlund enn fjarri góðu gamni en varnarþríeykið klárt í slaginn Englandsmeistarinn Ingle með slitið krossband Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Áfall fyrir Barcelona Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Graham Potter verður á Hlíðarenda í kvöld Alfa Brá og Katrín Anna í landsliðið Fannst mark Gabriels vera ólöglegt Laus við veikindin og klár í slaginn „Ósanngjarnt“ að kærastinn fái margfalt meira fyrir sömu vinnu Kyssti andstæðing í miðjum bardaga Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Neymar fannst helvíti líkast að spila með Mbappé Klutz réði ekkert við GoldDiggers Hljóp á ljósmyndara en setti met Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær „Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Kærir Richarlison og sakar hann um illa meðferð Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Íslenski boltinn
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Íslenski boltinn