„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira