Senur á Sankti Lúsíu: Gullverðlaun til tveggja lítilla eyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 22:30 Julien Alfred frá Sankti Lúsíu og Thea LaFond frá Dóminíku urðu báðar Ólympíumeistrarar í kvöld. Getty/ Patrick Smith Smáríkin Sankti Lúsía og Dóminíka eignuðust í kvöld sinn fyrsta Ólympíumeistara frá upphafi. Hin 23 ára gamla Julien Alfred frá Sankti Lúsíu kom þá langfyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna og hin þrítuga Thea LaFond frá Dóminíku vann þrístökkið. Alfred vann 100 metra hlaupið á 10,72 sekúndum sem er nýtt landsmet. Alfred hafði hlaupið hraðast áður á 10,78 sekúndum. Í næstu sætum á eftir voru hinar bandarísku Sha'Carri Richardson og Melissa Jefferson. Sankti Lúsía eldfjallaeyja í Litlu-Antillaeyjaklasanum rétt norður af Suður-Ameríku. Þar búa um 180 þúsund manns. Það voru senur á eyjunni í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem íbúar höfuðborgarinnar Castries voru komnir saman til að fylgjast með úrslitahlaupinu hjá sinni konu. Sankti Lúsía var ekki eina litla eyjan sem eignaðist Ólympíumeistara í frjálsíþróttakeppninni í kvöld því Thea LaFond frá Dóminíku varð Ólympíumeistari í þrístökki þegar hún stökk 15,02 metra. Það er nýtt landsmet. Shanieka Ricketts frá Jamaíku og Jasmine Moore frá Bandaríkjunum fengu silfur og brons. Þetta er líka fyrstu verðlaun Dóminíku en hún líka hluti Litlu-Antillaeyjum, mitt á milli tveggja franskra yfirráðasvæða; Guadeloupe í norðri og Martinique í suðri. Aðeins um 72 þúsund búa á eyjunni og er Dóminíka því enn smærra ríki en Sankti Lúsía. Tvö af gullverðlaun í frjálsum íþróttum í kvöld fóru þar með til eyja sem eru miklu fámennari en Ísland. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Hin 23 ára gamla Julien Alfred frá Sankti Lúsíu kom þá langfyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna og hin þrítuga Thea LaFond frá Dóminíku vann þrístökkið. Alfred vann 100 metra hlaupið á 10,72 sekúndum sem er nýtt landsmet. Alfred hafði hlaupið hraðast áður á 10,78 sekúndum. Í næstu sætum á eftir voru hinar bandarísku Sha'Carri Richardson og Melissa Jefferson. Sankti Lúsía eldfjallaeyja í Litlu-Antillaeyjaklasanum rétt norður af Suður-Ameríku. Þar búa um 180 þúsund manns. Það voru senur á eyjunni í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem íbúar höfuðborgarinnar Castries voru komnir saman til að fylgjast með úrslitahlaupinu hjá sinni konu. Sankti Lúsía var ekki eina litla eyjan sem eignaðist Ólympíumeistara í frjálsíþróttakeppninni í kvöld því Thea LaFond frá Dóminíku varð Ólympíumeistari í þrístökki þegar hún stökk 15,02 metra. Það er nýtt landsmet. Shanieka Ricketts frá Jamaíku og Jasmine Moore frá Bandaríkjunum fengu silfur og brons. Þetta er líka fyrstu verðlaun Dóminíku en hún líka hluti Litlu-Antillaeyjum, mitt á milli tveggja franskra yfirráðasvæða; Guadeloupe í norðri og Martinique í suðri. Aðeins um 72 þúsund búa á eyjunni og er Dóminíka því enn smærra ríki en Sankti Lúsía. Tvö af gullverðlaun í frjálsum íþróttum í kvöld fóru þar með til eyja sem eru miklu fámennari en Ísland. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira