„Fyrirgefðu, elskan mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Gianmarco Tamberi með eiginkonu sinni Chiara Bontempi eftir að hann varð Evrópumeistari í júní. Getty/Michael Steele Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira