Elísabet aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum: „Virkilega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 07:31 Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmtánda sæti á Evrópumótinu í Róm en hún keppti þar stuttu eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum. @elisabet0 Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti frábært tímabil en því miður hennar vegna þá endaði tímabilið í byrjun júlí en ekki á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti