Reynir við 72 ára gamalt afrek Emils Zátopek Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 11:00 Augun verða á Sifan Hassan í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í París. Getty/Rene Nijhuis Stórstjarna langhlaupanna ætlar að reyna við sögulega þrennu á Ólympíuleikunum í París. Hér á ferðinni hollenska hlaupakonan Sifan Hassan sem er sigurstrangleg í öllum greinunum þremur. Margir hafa velt því fyrir sér í hversu mörgum greinum Hassan ætlar að keppa á Ólympíuleikunum. Það kom til greina hjá henni að keppa í fjórum greinum en Hassan ákvað að sleppa 1500 metra hlaupinu. Hún mun hins vegar keppa í 5000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi og maraþonhlaupi á leikunum. Hassan er tvöfaldur Ólympíumeistari síðan í Tókýó þegar hún vann bæði 5000 metra og 10.000 metra hlaupið. Hefði hún keppt í 1500 metra hlaupinu þá hefði hún keppt á fjórum dögum í röð og sá síðasti af þeim hefði innihaldið maraþonhlaupið. Samtals mun Hassan nú hlaupa 62 kílómetra á leikunum á níu dögum. Það eru undanrásir í 5000 metra hlaupinu og það hefðu einnig verið undanrásir í 1500 metra hlaupinu. Fyrst á dagskrá eru undanrásir í 5000 metra hlaupinu í dag en úrslitin eru síðan 5. ágúst. 10.000 þúsund metra hlaupið er 9. ágúst og maraþonhlaupið síðan 11. ágúst. Aðeins einn íþróttamaður í sögunni hefur náð að vinna gull í 5000 metra, 10.000 metra og maraþonhlaupi á sömu Ólympíuleikum. Tékkinn Emil Zátopek náði þessu á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952 en síðan eru liðin 72 ár. Hassan talar um það að hafa fengið innblástur af afreki Zátopek þegar hún tók ákvörðun um að keppa í þessum þremur greinum. View this post on Instagram A post shared by Runner's World (@runnersworldmag) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira
Margir hafa velt því fyrir sér í hversu mörgum greinum Hassan ætlar að keppa á Ólympíuleikunum. Það kom til greina hjá henni að keppa í fjórum greinum en Hassan ákvað að sleppa 1500 metra hlaupinu. Hún mun hins vegar keppa í 5000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi og maraþonhlaupi á leikunum. Hassan er tvöfaldur Ólympíumeistari síðan í Tókýó þegar hún vann bæði 5000 metra og 10.000 metra hlaupið. Hefði hún keppt í 1500 metra hlaupinu þá hefði hún keppt á fjórum dögum í röð og sá síðasti af þeim hefði innihaldið maraþonhlaupið. Samtals mun Hassan nú hlaupa 62 kílómetra á leikunum á níu dögum. Það eru undanrásir í 5000 metra hlaupinu og það hefðu einnig verið undanrásir í 1500 metra hlaupinu. Fyrst á dagskrá eru undanrásir í 5000 metra hlaupinu í dag en úrslitin eru síðan 5. ágúst. 10.000 þúsund metra hlaupið er 9. ágúst og maraþonhlaupið síðan 11. ágúst. Aðeins einn íþróttamaður í sögunni hefur náð að vinna gull í 5000 metra, 10.000 metra og maraþonhlaupi á sömu Ólympíuleikum. Tékkinn Emil Zátopek náði þessu á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952 en síðan eru liðin 72 ár. Hassan talar um það að hafa fengið innblástur af afreki Zátopek þegar hún tók ákvörðun um að keppa í þessum þremur greinum. View this post on Instagram A post shared by Runner's World (@runnersworldmag)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira