Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Vettel segir liðið hafa tapað sjáfstraustinu

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso öskureiður út í Rosberg

Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fremstur á ráslínu í Barein

Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Verður mótinu í Barein á endanum aflýst?

Formúlu 1 kappaksturinn í Barein fer fram samkvæmt áætlun á sunnudaginn, fullyrðir Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa krónprinsinn í konungsríkinu Barein. Miklar umræður um hvort kappaksturinn eigi yfir höfuð að fara fram í löndum á barmi borgarastríðs hefur staðið í nokkrar vikur.

Formúla 1
Fréttamynd

Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða

Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi.

Formúla 1
Fréttamynd

Button telur Mercedes nýja ógn við McLaren

Nico Rosberg sótti sinn fyrsta sigur í Kína um helgina. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Mercedes-bílaframleiðandans í Formúlu 1 síðan 1955. Jenson Button, ökuþór McLaren, segist nú sannfærður um að Mercedes-liðið og Rosberg verði ógn í titilbaráttu McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Nico Rosberg vann í fyrsta sinn í Kína

Þjóðverjinn Nico Rosberg vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kínverska kappakstrinum í Shanghai í morgun. Jenson Button var annar eftir fjöruga lokahringi sem röðuðu mönnum upp á nýtt.

Formúla 1
Fréttamynd

Kobayashi mun hafa áhrif á toppbaráttuna

Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst

Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Möguleiki á rigningu og óvæntum úrslitum í Kína

Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen segir Lotus skorta heppni

Kimi Raikkönen segir Lotus liðið og vinnuveitendur sína hafa það sem þarf til að taka þátt í toppbáráttunni í ár. Fyrstu tvö mótin hafa hins vegar verið erfið fyrir liðið.

Formúla 1