Hulkenberg ekur fyrir Sauber 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Hulkenberg hefur staðið sig vel hjá Force India. nordicphotos/afp Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira