Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 14:23 Hamilton, Webber og Vettel ræsa fremstir á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira