McLaren: Áhætta að ráða Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 8. nóvember 2012 17:29 Perez og Button, liðsfélagar á nýju ári. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira