McLaren: Áhætta að ráða Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 8. nóvember 2012 17:29 Perez og Button, liðsfélagar á nýju ári. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira